30.03.2007 11:11

myndir :)

                                                        

Hæ hæ við vorum að skella inn nokkrum nýjum myndum. Erum búin að fá svo mikið af hrósum fyrir að vera dugleg að taka myndir og setja þær á netið svo að við reynum nú að halda því áfram  Lífið gengur sko bara vel þessa dagana, Alexander Óli dafnar vel og maður sér dagamun á honum, hann er að verða svo athugull, farinn að fylgja eftir þegar maður er að sýna honum eitthvað dót og svo brosir hann og brosir. Ég er að vísu ekki búin að ná almenilegri brosmynd af honum en við erum sko að vinna í því. Í morgun vaknaði hann brosandi...hehe Á miðvikudaginn fórum við í 6 vikna skoðun og það gekk rosa vel. Alexander er orðinn 3610 grömm og 55 cm, við förum svo í auka viktun 10 apríl því það er verið að fylgjast aðeins betur með að prinsinn okkar sé að þyngjast vel. En annars er nóg að gera um helgina, nokkrir ættingjar að norðan að koma í heimsókn og þar á meðal er STÓRfrænkan hún guðný sem er svo dugleg að kommenta hérna á síðunni okkar. Kolli frændi er að fara að ferma tvíburana sína og svo er líka ferming hjá frænku hans kára, svo það verður nóg að gera hjá okkur á sunnudaginn, sem er bara mjög gaman :) En jæja Alexander liggur hérna glaðvakandi og brosandi við hliðiná mér og ég ætla að fara að leika aðeins við hann

Eldra efni

Um mig

Faðir:

Kári Emilsson

Móðir:

Ásdís Jóna Marteinsdóttir

Um:

Ég heiti Alexander Óli Kárason og ég fæddist 16.febrúar 2007. Ég var 13 merkur og 49 cm. Ég kom svoldið fyrr en ég átti að gera en það var sko í góðu lagi því það voru allir orðnir svo spenntir að fá mig. Ég á eina stóra systir sem heitir Lísa Katrín, hún er alveg æðisleg. Pabbi minn heitir Kári Emilsson og er úr Mosó, Mamma heitir Ásdís Jóna og er úr Árbænum.

Alexander verður 4 ára

atburður liðinn í

14 ár

4 mánuði

13 daga

Tenglar

Flettingar í dag: 322
Gestir í dag: 42
Flettingar í gær: 21
Gestir í gær: 13
Samtals flettingar: 58732
Samtals gestir: 11972
Tölur uppfærðar: 1.7.2025 09:27:25